Komdu og sjá tignarlegustu spendýr jarðarinnar í þeirra náttúrulega umhverfi. Saman búum við til yndislegar minningar þegar við siglum með þessum glæsilegu risum hafsins!


Við bjóðum hvalaskoðanir allan ársins hring. Meðal þess sem að þú getur séð eru hnúfubakar, hrefnur, hnýsur og höfrungar.

Báturinn okkar er með góðum útsýnispalli en einnig er hægt að vera í þægindum innandyra. Ef ske kynni að hvalir sjáist ekki þá er í boði að reyna aftur næsta dag. Mælum með að klæða sig vel.

Hvalaskoðun

Komdu með í spennandi ferð. Við siglum um Faxaflóa, einn fallegasta fjörð landsins.

Bóka núna!

Norðurljósasigling


Komdu og fylgstu með norðurljósunum dansa yfir himininn. Við siglum út í svartnættið eins fjarri ljósum og mögulegt er til að reyna að ná sem bestu útsýni og upplifun af norðurljósunum!

Í þessari ferð þá leitum við að norðurljósunum. Þessi upplifun er einstök og hægt er að njóta hennar bæði af útsýnispallinum en einnig af þilfarinu eða innandyra í hlýjunni.

Our inside area has cafeteria and a toilet. We have a good viewing upper deck to enjoy the dancing northern lights.

Þetta er ógleymanlegt ferð og ótrúleg upplifun. Ferðin tekur tvo tíma. Mælum með að klæða sig vel.

Bóka núna!

Við leggjum út frá höninni í Vogum og tekur ferðin 3 klst. Við siglum um og finnum bestu veiðisvæðin á Faxaflóa. Á leiðinni getur þú notið útsýnisins af þilfarinu eða slakað á inni í rýminu okkar.


Við veiðum beint af þilfarinu en um borð má finna allan þann veiðibúnarð sem þörf er á. Við hjálpum eftir bestu getu við veiðina. Helstu tegundir sem við veiðum eru þorskur, ýsa og makríll. Þú mátt eiga allan þann fisk sem þú veiðir. Eigðu frábæran dag með með okkur. Þetta er ferð sem hentar vel fyrir allan allur. Mælum með því að klæða sig vel.

BOOK NOW

Sjóstöng

Siglum inn í sólsetrið


Er nokkuð fallegra en sólsetur við Íslandsstrendur? Við siglum af stað inn í sólarlagið og njótum útsýnisins í allar áttir.

Fljótlega

Um okkur


Vogasjóferðir er fjölskyldufyrirtæki stofnað 2017. Að baki þess standa hjónin Símon og Sigrún. Árið 2018 þá keyptum við bátinn Særósu en hún heitir eftir yngstu börnunum okkar Sævari og Rós..

SIGRÚN og SÍMON
Leiðsögumaður og skipstjóri

Staðsetning