• Tímalengd: 3 Klst
 • Miðlungs
 • Rafrænn miði

 • Í boði að vera sótt
 • Auðvelt að breyta bókun
 • Við tryggjum besta verðið
 • Auðvelt að bóka á vefnum
 • Hafa samband
Bæta við í   • Vörunúmer 204816

Lýsing

Vertu velkomin um borð í Særósu til okkar í hvalaskoðun. Sjáðu hið frábæra sjávarlíf sem er í Faxaflóanum og upplifðu frábæra náttúru sem við höfum uppá að bjóða, þetta er frábær ferð fyrir alla sem ferðast um Reykjanesið. Ferðin fer frá bænum Vogar sem er á milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar á suðvesturlandi.

Ferðin byrjar í vogahöfn þar sem þú kemur um borð til okkar og áhöfnin tekur vel á móti þér, báturinn Særós sem er stálbátur og hefur mjög rúmgott innisvæði, svo getur þú farið upp á efra dekk og þar getur þú notið útiveruna með hafið fyrir framan þig og ilminn af sjónum, en þér er líka auðvitað velkomið að setjast inni við borð og stóla í upphituðu rými og notið útsýnisins þaðan. Þessi bátur var upphaflega smíðaður sem fiskibátur og var notaður sem slíkur í mörg ár eða þar til ársins 2016, en þá var hann endurbyggður sem hvalaskoðunarbátur. Í dag siglir hann sem hvalaskoðunar, norðurljósaferð og sjóstangarbátur og raskar náttúrunni eins lítið og mögulegt er.

Þú munt eyða um það bil góðum þremur klukkutímum á sjónum og leita og undrast hið ríka sjávarlífi í Faxaflóanum. Þá hvalategundir sem eru algengastar í Faxaflóanum eru, hrefnur, hnúfubakur, hnýsur og höfrungar, hver þessarar tegundir er einstakar og heillandi hvaltegundir, hvalirnir eru algengastir á sumrin og gefur okkur mikla möguleika á að njóta í þeirra í náttúrulega umhverfi sínu . Hér í Faxaflóanum sést líka til makríls frá Júlí og til haustsins einnig sést líka til lunda þegar hann er að sækja sér æti.

Náttúran er óútreiknanleg og engar tvær ferðir eru eins, svo að hver ferð er nýtt sem frábært ævintýri. Ekki missa af þessu ótrúlega tækifæri til að sjá stórfenglega hvalategundir og frábært dýralíf sem Faxaflóinn hefur uppá að bjóða. Þar sem veðrið á Íslandi getur verið óútreiknanlegt , ráðleggjum við þér að skipuleggja fram í tímann og klæða þig í samræmi við það. Ef óhagstæðar aðstæður eru í flóanum, getur ferðaáætluninni verið aflýst að öllu leyti. Þú verður látin vita af breytingum eins fljótt og auðið er. Athugaðu framboð með því að velja dagsetningu.

Ferðaáætlun

Hvalaskoðun

Vertu velkomin um borð í Særósu til okkar í hvalaskoðun. Sjáðu hið frábæra sjávarlíf sem er í Faxaflóanum og upplifðu frábæra náttúru sem við höfum uppá að bjóða, þetta er frábær ferð fyrir alla sem ferðast um Reykjanesið.

Mæting

Vinsamlegast mætið um borð 30. mínútum fyrir brottför

Brottför

Þegar búið er að fara yfir öryggisþætti, þá leggjum við af stað og leitum að hvölum og höfrungum.

Hvalaskoðun

Þegar komið er út á sjó, þá hefst leitin að hvölum og/eða höfrungum, skoðum einstakt útsýni, njótum fríska loftsins og skoðum náttúruna í allri sinni dýrð.

Heimferð

Eftir æðislegar 2.5 - 3.5 klst og vonandi helling af frábærum minningum, þá stefnum við aftur í höfn.

Hvað er innifalið

 • 3. klst hvalaskoðunarferð
 • Frítt WiFi um borð
 • Upphitað innisvæði
 • Hvalaábyrgð ( frí ferð ef ekki sést hvalir eða höfrungar )

Hvað þarf að taka með

 • Við mælum með að gestir klæði sig eftir veðri.
 • Koma í góðum skófatnaði.

Mikilvægar upplýsingar

 • Að gestir mæti um borð 30. mínútum fyrir brottför
 • Við mælum með að gestir klæði sig eftir veðri.
 • Það er yfirleitt svalara úti á sjó.
 • Koma í góðum skófatnaði.
 • Ferðin er háð veðri og sjólagi og getur verið aflýst með stuttum fyrirvara

Afbókunarstefna

 • 1 day notice: 100% charge

Flokkar

 • DOLPHIN OR WHALEWATCHING
 • ADVENTURE
 • NATURE
 • SAILING OR BOAT TOUR

Tungumál leiðsögumanns

 • Íslenska
 • English

Meðmæli!

Takk fyrir að deila þinni upplifun

Verð frá ISK 10900

3 Klst

Bóka núna - Verð frá ISK 10900

Segðu okkur endilega meira frá þér og ferðinni sem þú ert að skipuleggja

Takk fyrir að hafa samband, við höfum samband umleið og færi gefst

Greiðslumöguleikar

Greiðsluleiðir í boði

Afhverju bóka hjá okkur?

 • Engin falin eða óvænt gjöld
 • Færð staðfestingu á bókun strax
 • Við tryggjum besta verðið
 • Góð og örugg þjónusta

Secure SSL encryption