• Tímalengd: 3 Klst
 • Miðlungs
 • Rafrænn miði

 • Í boði að vera sótt
 • Auðvelt að breyta bókun
 • Við tryggjum besta verðið
 • Auðvelt að bóka á vefnum
 • Hafa samband
Bæta við í   • Vörunúmer 217274

Lýsing

Vertu velkomin um borð til okkar í sjóstöng. Sjóstöng er skemmtileg fyrir alla og enga reynslu þarf að hafa til að hafa gaman. Ferðin fer frá bænum Vogar sem er á milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar á suðvesturlandi.

Ferðin byrjar í vogahöfn þar sem þú kemur um borð til okkar og áhöfnin tekur vel á mót þér, báturinn Særós sem er stálbátur og hefur mjög rúmgott innisvæði, upp á efra dekki getur þú notið útiveruna með hafið fyrir framan þig og ilminn af sjónum og þar munum við einnig veiða fiska, en þér er líka auðvitað velkomið að setjast inni við borð og stóla í upphituðu rými. Þessi bátur var upphaflega smíðaður sem fiskibátur og var notaður sem slíkur í mörg ár eða þar til ársins 2016, en þá var hann endurbigður sem sjóstangarbátur. Í dag siglir hann sem hvalaskoðunar, norðurljósaferð og sjóstangarbátur og raskar náttúrunni eins lítið og mögulegt er. Það er mikil upplifun að anda að sér fersku sjávarloftinu og vera úti á opnu hafið og veiða fyrsta fisk dagsins, það er upplifun sem mun ekki gleymast.

Þegar skipstjórinn er komin á það svæði sem hann telur að sé fiskur mun áhöfnin láta þig vita og þú munt þá byrja að renna fyrir fisk, þeir fiskar sem eru algengastir í Faxaflóanum er, Þorskur, Ýsa, Steinbítur og Makríll. Áhöfnin mun aðstoða þig við ráðleggja þér hvernig best er að beita sér við sjóstöng og um leið miðla til þín þeim upplýsingum sem þarf og tala um umhverfið ef þess þarf.

Um borð færðu allan nauðsynlegan veiðibúnað sem þarf til sjóstöng, t.d. veiðistöngina, öngla og beitu ( ef við þurfum að nota beitu). Á leið í land mun áhöfnin elda smá hluta af aflanum svo að þú getur fengið smá smakk af mjög ferskum fisk,ferskari getur hann ekki verið og vonandi munt þú njóta þess .

Vinsamlegast hafðu það í huga að veðrið getur haft áhrif á sjavarskilyrði og þar sem að öryggi og ánægja okkar farþega er í fyrirrúmi getur ferðin verið aflýst með stuttum fyrirvara (24 klst hið minnsta).

Komið og njótið með okkur, hlökkum til að sjá þig.

Ferðaáætlun

Sea Angling

Vertu velkomin um borð til okkar í sjóstöng. Sjóstöng er skemmtileg fyrir alla og enga reynslu þarf að hafa til að hafa gaman. Ferðin fer frá bænum Vogar sem er á milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar á suðvesturlandi.

Mæting

Vinsamlegast mætið um borð 30. mínútum fyrir brottför

Brottför

Þegar búið er að fara yfir öryggisþætti, þá leggjum við af stað og leitum að hvölum og höfrungum.

Sjóstöng

Þegar komið er út á sjó, þá hefst leitin að besta veiði staðnum, skoðum einstakt útsýni, njótum fríska loftsins og skoðum náttúruna í allri sinni dýrð.

Heimferð

Eftir æðislegar 3 klst og vonandi helling af frábærum minningum og helling af fiski, þá stefnum við aftur í höfn.

Hvað er innifalið

Upphitað innisvæði

Reyndur skipstjóri

Veiðibúnaður

Aflinn grillaður ( smá smakk)

Hægt er að taka aflann mér sér heim ef áhugi er

Frítt Wifi

Hvað þarf að taka með

Við mælum með að gestir klæði sig eftir veðri.

Það er yfirleitt svalara úti á sjó.

Koma í góðum skófatnaði

Mikilvægar upplýsingar

Að gestir mæti um borð 30. mínútum fyrir brottför

Við mælum með að gestir klæði sig eftir veðri.

Það er yfirleitt svalara úti á sjó.

Koma í góðum skófatnaði.

Ferðin er háð veðri og sjólagi og getur verið aflýst með stuttum fyrirvara

 

Afbókunarstefna

 • 1 day notice: 100% charge

Flokkar

 • SEA ANGLING
 • ADVENTURE
 • NATURE
 • SAILING OR BOAT TOUR

Tungumál leiðsögumanns

 • English
 • Íslenska

Meðmæli!

Takk fyrir að deila þinni upplifun

Verð frá ISK 13500

3 Klst

Bóka núna - Verð frá ISK 13500

Segðu okkur endilega meira frá þér og ferðinni sem þú ert að skipuleggja

Takk fyrir að hafa samband, við höfum samband umleið og færi gefst

Greiðslumöguleikar

Greiðsluleiðir í boði

Afhverju bóka hjá okkur?

 • Engin falin eða óvænt gjöld
 • Færð staðfestingu á bókun strax
 • Við tryggjum besta verðið
 • Góð og örugg þjónusta

Secure SSL encryption